ESB innlimun er málið

Fleiri Sjálfstæðismenn skynja stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokki. það er að standa á eigin fótum og auka Valið.  

ESB lykt er farin að skaða VG að mínu mati.  Reynsla Íslendinga af Regluverki ESB síðustu ár og allri þeirri forsjárhyggju sem því hefur fylgt og auðhringa [fjárfesta] dýrkun sem gleymir einstaklingunum þjóðinni  með ofuráherslum á hjarðlífi er farin að tala.


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú verður að kynna þér ESB, nú er nóg efni bæði á Mbl.is og hjá Sjálfstæðisflokknum. Orð þín þó fá sé lýsa svo augljósri fáfræði um efnið að það er hreinlega pýnlegt. - Sérstaklega ættir þú að kynna þér ákvörðunartökuferla, stofnanagerð og stofnsögu ESB áður en þú tjáir þig mikið meira um það efni.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.1.2009 kl. 03:20

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hef nú upplifað breytingarnar hér í skjóli regluverksins. Danmörk og Svíþjóð, Portúgal og Spánn voru mikið skemmtilegri heim að sækja fyrir innlimun þessara landa. Útlendingar sem sem hafa heimsótt landið og komu síðast fyrir meir en 10 árum hafa sagt  mér sitt álit á breytingunum. Ég ætla ekki að bjarga öllum heiminum. Þar sem er auður þangað sækir fólkið. Við eru alltof rík auðlindalega séð til að innlimast auðhringaveldinu.

ákvörðunartökuferla, stofnanagerð og stofnsögu ESB

Þetta er akkurat málið. Ég vil sjá kerfi eins og í Danmörku 1974 eða betra.  

Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 03:37

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Júlíus, og þakka þér fyrir að gerast bloggvinur minn.  Ég hef oft lesið það sem þú setur fram og verð nú sjaldan var við áberandi "fáfræði". Öll höfum við hins vegar mismunandi skoðanir og finnst mér oft eins og sumir hafi ekki víðsýni til að sjá annað en sinn eigin sjóndeildarhring.

Margir sjá ESB í hillingum, en geta ekki með nokkru móti skýrt á skiljanlegan máta hvaða hagnað við eigum að hafa af því að gerast aðilar að þessum ósjálfbjarga risa, sem varla mun lifa lengi eftir að lánsfjárkreppa er orðin viðvarandi staðreynd á heimsvísu.

Fyrir nokkuð mörgum árum, áður en öll fátæku löndin í austur Evrópu urðu aðilar að ESB, voru harðar deilur meðal ríkustu þjóða ESB, vegna þess að framkvæmdastjórn ESB krafðist hækkunar þeirrra á framlögum, þar sem rekstrarhalli og skuldasöfnun væri á bandalaginu. Engar þessara þjóða voru tilbúnar til að hækka framlög sín og engir nýir tekjustofnar fundust.

Síðan þetta var, hefur fjöldamörgum fátækum ríkjum verið veitt aðild að ESB. Framlög hins sameiginlega sjóðs ESB til þessara landa hafa frá upphafi, verið umtalsvert hærri fjárhæð en það gjald sem þessi ríki hafa verið að greiða til sambandsins. Það þarf nú ekki flókna starðfræðikunnáttu til að átta sig á afleiðingum þessa fyrir sjóði ESB, sem þegar voru í skuldavandræðum áður en þessum fátæku ríkjum var bætt við.

Einn þátturinn sem séður er héðan í hilllingum, er sá að seðlabanki Evrópu sé svo stór og sterk stofnun til að hafa sem þrautavara- lánveitanda. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að seðlabanki Evrópu er tiltölulega nýlega orðinn til, stofnaður með framlögum stóru aðildarríkjanna þegar vonir voru um sameiginlega stjórnarskrá fyrir ESB.  Sjóðir þessa banka hafa aldrei verið stórir, enda hafa ríkin enn sína "seðlabanka". Nú, þegar menn eru farnir að viðurkenna að samdrátturinn vari lengur en um stundarsakir, eru farnar að birtast raddir og skrif, um að seðlabanki Evrópu hafi úr afar litlum sjóðum að moða, og ekki líkur á að ríku þjóðirnar í ESB muni leggja honum til mikla sjóði til viðbótar.

Ég hef vitað í meira en áratug, að mótelið sem ESB er keyrt eftir er ekki sjálfbært og það þrífst einungis svo lengi sem hægt verður að soga inn í það fjármagn til að bera glansmyndina uppi.  Upphafleg hugmyndafræði gekk út á að ná heildaráhrifum í allri Evrópu fyrir árið 1990. Það reyndust hins vegar ekki allir vera jafn ginkeyptir fyrir glansmyndinni og ætlað var, svo framkvæmdin varð dýrari en áformað hafði verið. Nú leita menn leiða til að halda þeim völdum sem náðst hafa, og beita ýmsum athyglisverðum leiðum til að ná settu marki. 

Guðbjörn Jónsson, 16.1.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Guðbjörn! ég þakka þér, og vil taka fram að ég elska gagnrýni hversu ósanngjörn sem hún er því umræða um þessi tilteknu efnahagsþjóðarmál er í mínum huga ísköld og í anda hagvísinda auðhringa, og góð gagnrýni auðveldar mér að styrkja mín rök. Frakkar sérhæfa sig í þessum hugsunar hætti. Rökin á með, Rökin á móti og niðurstaðan.  Ég sé að rök þín að ofan byggja á svipuðum forsemdum og mín og finnst mér þau ekki einkennast af fáfræði heldur, á þessu sviði sem er í umræðu. Þó skoðanir okkar séu í samræmi við okkar væntingar og tilfinningar þá finnst mér þú einkennast af hlutleysi í umræðu sem byggir á rökum. Það kann ég að meta.

Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband