Ríkistjórnin er ekki þjóðin?

Gera þarf nýjan sáttmála við þjóðina

Skúli telur að ríkisstjórnin þurfi að gera nýjan sáttmála við þjóðina.  Enginn vafi sé á því að hún hefur stjórnskipulega fullt leyfi til þess að sitja áfram út kjörtímabilið. Hins vegar hafi trúnaðurinn við þjóðina beðið hnekki og það útheimti verulegt átak að endurvinna traust þjóðarinnar.

Vægt til orða tekið. Úlfur, Úlfur.  Miðað við hvaða aðgang lykilaðilar hafa að kerfinu og í ljósi stærðar vandmálsins sem þeir hafa varpað á þjóðina og áframhaldandi leynd um aðgerðir og aðgerðarleysi, hlýtur þjóðin að gera kröfu um nýja þjóna til að fara með umboð sitt í framtíðar lýðræðis þjóðfélagi.    Það er engar líkur að stjórnhættir og siðferði breytist með vanhæfum einstaklingum. Þjóðin á enga von ef ekki finnast hæfari einstaklingar til að halda um stjórnvöllinn. Þjóðin er búin að dæma menn eftir verkum sínum. Er stjórnin búin að viðurkenna að draumar um Ísland sem alþjóða fjármámiðstöð hafi verið vitfirring, er hún búin að viðurkenna að við fjármögnum ekki velferðarkerfið með að vera að brask með veikast gjaldmiðil heimsins. Því er ekki búið að draga úr umsvifum Seðlabanka, leggja niður Kauphöll með hennar fylgifiskum, breyta áherslum í Háskólanum  í Reykjavík og Bifröst.

 Millifæra fjármuni sem sparast við að skera niður fjármálageira ofurvitfirringatímabilsins til að efla heilbrigði og iðnað.

En sérhver talar fyrir sig. Þjóðin þarf ekki að semja við ríkisstjórnina. Þjóðin segir henni fyrir verkum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Ríkisstjórnin leitar umboð húsbænda sinna: þjóðarinnar til að framkvæma vilja hennar á sérhverjum tíma. Þjóðin lætur ekki segja sér fyrir verkum hún er að meðaltali of greind til þess.  

Hversvegna er ekki búið að taka hér upp stöðuleika lánsform sem gilda hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum. Svo sem að taka upp íbúðavísitölu til ákvörðunar heildavaxta skuldabréfa með verðtryggingu í fasteign heimilisins, aðrar ríkistjórnir bera ábyrgð á því að fasteigna verð haldist stöðugt.  2,35% raunvaxta krafa í þessum flokki bréfa er grundvöllur stöðugleika allra heimila erlendis.

Þetta eru hlutir ásamt því að taka upp Dollar sem þarf að gera strax. Þessi ríkisstjórn á sér ekki viðreisnarvon. En flokkarnir lifa af því 98% flokksmanna tryggir það. 


mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér að það þarf að breyta vísitölu útreikningunum, þessi íbúðarvísitala er örugglega betri fyrir okkur sem skuldum húsnæðislán.  Að vísitalan fylgi neysluvísitölu er glæpur að mínu mati og stórfelld eignaupptakan sem fylgir siðlaus með öllu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband