Réttlætti handa Þjóðverjum

Til bjargar þegnum sínum.
Þjóðverjar og aðrir eru nú í óða önn að bjarga sínu fólki hver þjóð fyrir sig. Ber okkur að samfagna með öllum þeim samherjum okkar sem voru hafðir að ginningarfíflum af einkaáhættu bönkunum íslensku.  Hvort um frekari lán til bjargar Íslendingum kemur til greina er önnur saga þar eð það er veltur á trausti og arðbæriskröfum.

Ég er persónulega vantrúaður á þá sérfræðiþekkingu í alþjóða og innanlands bankamálum sem hefur skapast hér á landi og legg til að fengnir verði frá ESB erlendir reyndir bankamenn af gamla skólanum til að stjórna Nýju bönkunum.  Allir ættu að vita að íhaldssamasti markaðurinn er hinn alþjóðlegi Bankamarkaður.  

Einnig á almenningur rétt á því að hér verði minnst ein ríkistryggð Bankastofnum sem þjónar hagsmunum almennings einungis. Spennufíklarnir geta svo rekið sínar stofnanir á sinn eigin kostnað.

Húsbréf, þá húsbréf komu fyrst á markað er haft eftir einum fráförnum Bankastjóra gömlu ríkisbankanna.  Nú er allri hefðbundinni bankastarfsemi lokið og enginn vandi að reka banka meir.
[Í ljós þessa tíma ávöxtunarkröfu.] Bankarnir safna húsbréfum, keyptum með afföllum, geyma þau  og hirða vextina.

Hvað gerðist? Fór ávöxtunarkrafan  út fyrir velsæmismörk.  Ef svo gæti það hafa verið í samhengi við útlánastefnuna?  Til að lána þarf að greiða hluthöfum og innlánseigendum arð svo og starfsmönnum laun.  Almenna krafan er sú að fá greitt í reiðufé: á formi seðla og myntar hér áður fyrr. Málið er að af bréfum í eigu bankans [útlánin]  ætlast hann til að fá afborganir og vexti greiddar í reiðufé.  Fái hann of mikið af afborgunum og vöxtum greitt með lánafyrirgreiðslum eða öðrum skuldaviður- kenningum sem á væntingunum byggja einum saman  þá verður bankinn uppskorpa með reiðufé: fer í gjaldþrot.  Svo hann hækkar ávöxtunarkröfuna á þeim sem greiða í reiðufé og lofar innlánseigendum líka betri ávöxtun.

Hér er þetta spurning um jafnvægisstjórnum.  Það er ekki eigið féð sem vegur mest heldur arðurinn sem  rekstur skuldunautanna  skilar í reiðufé.  Séu skil á reiðufé ófullnægjandi um langan tíma þá ber ábyrgri lánstofnum að stöðva viðskipti við þá skuldunauta sem hefta  eðlilegum bankarekstri eða stefna bankanum í greiðsluvandræði: gjaldþrot.  Það gera aumingjagóðir bankastjórar hinsvegar sjaldan og þá ber að víkja þeim.

Seðlabankinn gerði skyldu sína seint um síðir: yfirtók einkabankanna eða sett þá í gjaldþrot. En mig grunar að um einkabankanna hafi verið um annað að ræða [leyft skultunautunum að lifa], því miður.

Húsbréfin eru betri en reiðufé að því leyti að þau brenna ekki upp í kreppu eða verðbólgu. Kjölfesta eða gullfótur kerfisins sem byggir á þeim. Hænan sem verpir eggjunum. Beljan sem mjólkar. 


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður punktur: að hans mati?

Þjóðin stendur í mótmælum og vill vera upplýst. Traust byggir á upplýsingu. Hins vegar í ljósi stöðunar, sem nú er uppi, þá er öll leynd hverju nafni sem hún nefnist óviðeigandi. Þeir sem eru fylgjandi leyndinni og reyna vernda leyndina [með málþófi og útúrsnúningum] benda að sjálfsögðu á sig sjálfa.  Hvað hagnast þeir á leyndinni og hvað hafa þeir að fela.  Hvað varðar fyrirtækin sem eru nú flest komin óbeint í eigu lánadrottna [þjóðarinnar?] þá þjónar leyndin ekki þegar markaðurinn ákveður  hver eiga sér viðreisnar von. Sá heldur sem á veldur.

Þrír eru handahafar Forsetavaldins, sem að sjálfsögðu snýst um embættið, en ekki þann einstakling, sem þjónar því hverju sinni.  Nero og hans líkar hefðu kannski verið á annarri skoðun, enda bjuggu þeir við annarskonar valdræði. Sá heldur sem á veldur.


mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru takmörk fyrir öllu.

USA er hún ekki þegar með fullkomið verndarkerfi sem þarf ekki aukinnar verndar við? Menn tala sem hafa efni á því. Sá sem á eign verndar hana að sjálfsögðu: það er ábyrgð. Fyrir þann sem lítið á eða þann sem á meir en nóg er þetta ekki spurning um að græða? Annars dauði er hins brauð. Það er frelsi sérhvers markaðar að græða sem er málið. Sérhver markaður hefur sín viðmið og forsendur til að viðhalda sjálfum sér. Í því felst frelsi. Hverjir eru okkar nærtækustu markaðir fyrir utan þá sem eru hér heima í okkar eign? "Fair Play". Til að jafnræði náist þá þurfa allir að sitja við sama borðið.


mbl.is Verndartollum verði ekki beitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur á eigiðféð

Hver væri nú ekki ósáttur við það, þegar gengur á eigiðféð? Talandi um ábyrga Lánadrottna með arðbæriskröfur hluthafa eða almennings að leiðarljósi.


mbl.is Reynt að bjarga Woolworths
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2/3 hlutar ekki með

68,7% eða rúmlega tveir þriðju hlutar úrtaksins styðja ekki núverandi ríkisstjórn. Um 90% af þeim sem þora að styðja sjálfstæðisflokkinn treysta sínum mönnum í ríkisstjórn. Þar ríkir sú einurð sem þarf til að taka á málum. Samfylkingin er tvíklofin í afstöðu sinni. Kemur ekki á óvart og er í samræmi við þann undirróður sem þeir af haft uppi gegn samstöðunni sem þarf til vera í forystu. Áður var þörf nú er nauðsyn að skoða aðra möguleika. Sjálfstæðisflokk í minnihlutastjórn eða með öðrum þingmönnum úr stjórnarandstöðu. Út með alla ráðherra samfylkingarinnar er nauðsynlegt í stöðunni.

 

Menn eiga að uppskera eins og þeir sá. Þetta eru ekki tímar kosningaloforða. Heldur festu og ábyrgðar.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2008

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 55320

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband