Tími til kominn

USA búinn að vara við, Bretar búnir að var við, Seðlabankinn búinn að var við, ESB búið að vara við [undir rós], Jón Steinsson hagfræðingur USA búinn að var við og nú í dag síðast fyrrverandi forsetisráðherra Svíðþjóðar G. Persson. Alveg ljóst að í krafti gífurlegrar græðgi og skuldafíknar [og í skjóli galla í Íslenskum lagarömmum] hafa ýmsar kennitölur með hátterni sínu og framferði skaðað [efnahagslegt] þjóðaröryggi Íslands og orðspor. Að öllum líkindum komið henni á langvarandi skuldarklafa til framtíðar. Í ljósi þess að ríkissjóður var skuldlaus og þjóðartekjur Íslendinga með þeim hæðstu í heimi verður alls ekki hægt að kenna öðrum þjóðum heimsins um þá sérstöku stöðu sem hér er komin upp.


mbl.is Tveggja vikna umsóknarfrestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli stjórnvöld taki mark á fyrrverandi forsetisráðherra þó sænskur sé?

"Þið verðið að endurheimta trúverðugleikann, þið verðið að hafa allt bókhald fjármálafyrirtækjanna opið og læsilegt fyrir almenning. Allt verður að vera uppi á borðinu, sagði Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem hélt ræðu í hátíðasal Háskóla Íslands í dag." Skv. RUV 18.00

Þetta er það sem 99,9 % þjóðarinnar hafa krafist frá upphafi.  Fyrirlitningin sem felst í að leyna þá sem ætlast er til að borgi brúsann þegar upp er staðið er ólýsanleg. Það er hægt að byrja á morgun að setja bókhöldin á netið. Það getur ekki verið að menn hafi eitthvað saknæmt að fela og tæknilega eru öll fyrirtækin gjaldþrota og því um enga tæknilega samkeppnisstöðu. Við eigum Ísland sem borgum skuldirnar. Og eigum íbúðarhúsnæðið sem var veðsett í þágu ofurgræðgis gengisins. Við viljum ekki viðreisn þess sem var. Við viljum heilbrigða samkeppni  því fleirri sem keppa því skemmtilegra.

Þrælar hafa ekki keppnisskap.

Sækið þið strax féð ykkar þið megið ekki láta þá sleppa: sagði Persson líka.

Hvað er margir komnir undir lás og slá? 


Dollar strax

Hér eru aðstæður allt aðrar. Íslenska leiðinn byggir á Íslenskum forsemdum og sú sænska á sænskum. Rétt er að mun harðar þarf að ganga fram í að hreinsa til. Sér lagi að uppfæra lagaramma til sæmræmis við það þá, um viðskipta og fjármál, sem eru í USA og Great Britain . Einn stór banki og sterkasti gjaldmiðilinn spara mikinn kostnað sem nýtist útflutningsmörkuðum að komast sem fyrst úr skuldaklafa ofurgróða gervitímabils.


mbl.is Íslendingar mega ekki bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þagnarskylda

Það er óbyrgt að ætlast til að Davíð Oddsson bregðist þagnarskyldu: sem hlýtur að vera þess eðlis að þjóðarskaði gæti hlotist af. Það verður að dæma Seðlabankastjóra til að tala: létta af honum þagnarskyldu. Reka hann þá ef skýringin er ekki nógu góð.


mbl.is Davíð skýri orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um Siðferði ekki hæfni

Val KPMG veldur spurningu um vanhæfni alla hinna fjölmörgu sem eru starfandi á markaði og hafa að mestu staðið fyrir utan ofurgróða gervitímabilsins.

Sennlega í öll þessu uppgjörsferli eru um dágóða tekjumöguleika að ræða. Er ekki tími til að röðin sé komin að öðrum til að græða. Því fleiri sem græða því betra, ekki satt?


mbl.is Farið yfir störf KPMG fyrir skilanefnd Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangurstengd laun

Ég held að það væri gott að innleiða árangurstengd laun hjá öllum forstjórum. Hjá launaþega samtökum er varla um áhættu að ræða. Lámarkslaun ættu að vera grunnlaun. Heiðurinn spilar þarna stórt mál inn í. Laun annarra forstjóra ættu líka að vera árangurtengd og innfalið í þeim kostnaður  við rekstur  hluta yfirbyggingar: Svo sem risnu, ritara og nánustu aðstoðarmanna. Það myndi skila arðbærara fyrirtæki því því nettó tekjur forstjórans færu þá eftir hæfni hans að finna jafnvægi milli risnu, kostnaðar yfirbyggingar og hagnaðar í rekstri. Ef þetta færi ekki saman myndu hluthafar, eigendur að sjálfsögðu finna sér nýjan forstjóra með tilheyrandi. Hjá ríkisfyrtækjum gæti þetta komið í stað einkavæðingar sem á varla rétt á sér nema þegar ekki er um fákeppni að ræða.


mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2008

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 55320

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband