Forsetavald í Stjórnarskrá, Ráðherra ábyrgð utan stjórnarskrár.

 

Stjórnarskráin 1947 gerir engar kröfur um að Forseti velji framkvæmdavaldið [ráðherra] úr hópi lögjafarvaldsins [þingmanna]. Hinsvegar er sú hætta að framkvæmdavaldið verði mjög seinvirkt ef ekki er laglegur meirihluti fyrir breytingum hverju sinni. Hinsvegar er nóg af lögum sem hægt er að framkvæma eftir. Stjórnarskráin gerir kröfu um góða samvinnu milli þingmanna óháð flokkum og skipaðra ráðherra af Forseta í umboði þjóðarinnar. Það sem hefur gerst á Íslandi er að Forsetar hafa verið of hliðhollir framkvæmda valdinu hingað til á kostnað löggjafarvaldsins. Þess vegna virkar ekki lýðræðið í framkvæmd. Óeðlilegar hefðir eru settar ofar frelsi stjórnarskráarinnar til að njóta sín til fullnustu. Með því að velja ráðherra úr röðum þingmanna er verið að tryggja 51%  [löggjafavaldsins]nánast alræði til breytinga á öllum sviðum framkvæmdavaldsins.   Þetta aftur móti gerir augljóst að hagsmunaklíka stjórnmálflokks raðar á lista fólki í samræmi við sína sérhagsmuni en ekki með hæfni til lagagerðar nýrra laga [sem eiga ekki að vera mörg ný á hverju ári]. Lögin setja rammann á framkvæmdir á hverjum tíma.

Til að breyta þessu verður þjóðin að eiga frumkvæði um að Forseti velji ráðherra eins og  honum honum ber. Ráðherrar verða svo að semja við þingmenn á hverjum tíma ef um lagabreytingar er að ræða, Fjárlög á hverju ári [tengist skattheimtu] og laun æðstu manna ríkisins samkvæmt sömu stjórnar skrá voru [breytt með setningu kjaradóms] alltaf háð samþykki  meirihluta löggjafarvaldsins. Á sama hátt getur löggjafavaldið ekki kúgað:  Forseta með því að setja lög sem lækka laun hans.

Ef forseti velur ráðherra sem 3/4 hlutar þingmanna líkar ekki þá geta þingmenn látið þjóðina ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort skipta beri um Forseta [ræður þá einfaldur meirihluti þjóðarinnar]. Á sama hátt getur Forseti boðið til kosninga líki honum ekki lagasetning.

Flokkar sem vilja njóta lýðræðisávaxta Stjórnarskráarinnar frá 1947, [láta Forseta] velja Ráðherraefni með tilliti til hæfni á hverjum tíma í þau ráðherra embætti sem sami Forseti velur.

Ég vil ríkjandi hefð burt ég vil virkt lýðræði. Fullan aðskilnað Framkvæmdavalds og Löggjafarvalds eins og Stjórnarskráin býður upp á.

Ísland fyrir Íslendinga. Hæft fólk yfir framkvæmdir.  Þingið sem setur lögin: ramma framkvæmdavaldsins, getur verið úrval af greindum einstaklingum úr öllum stéttum á öllum tímun.


mbl.is Unnið áfram í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2009

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 55320

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband