Dollar afstýrir gerræði.

Dollar strax. Ef dollar væri okkar gjaldmiðill. Tilheyrðum við stærsta og öflugasta markaðsvæði heimsins.  Það leiðir af sér mesta valið á mörkuðum sem þýðir minnsta áhættan.

Útlánsform væru þau sömu og hjá flestum öðrum þjóðum. Veðlán til langframa með innfalinni verðtryggingu og ávöxtunarkröfu í formi fastra vaxta.

Til fróðleiks: Íbúða veðlán til 30 ára fyrstu kaup: Citybank í Washburn Wisconsin Fastir vextir um 6%. Engin verðtrygging þar sem veðið er er tryggingin. Hærri lánshluttfall hefur tilheigingu til að lækka vexti:magnafsláttur.

Gengifellingar væru úr sögunni og sérstakur íslensku krónunnar mánaðarlegur verðbótabólguþáttur á íbúðalán heimilanna úr sögunni. 

Gjaldeyrishömlur aldrei meir, vandamál. Allar áhættur með jöklabréf úr sögunni eða aðra áhættu sem fylgir íslensku krónunni. Við myndum ekki fylgja hrörnandi Evru komandi ára: í ljósi þess að auðlindir hennar eru að þrotum komnar. Menning og listir eru undir efnahagnum komnar. Það kostar pening að leigja góða vídeóspólu eða fara á inn-tónleika.

Aldrei meiri þjóðarsáttir til að fella ekki gengið: það væri ekki hægt því  dollar eða dalurinn væri ekki okkar að fella og varla Evrunar.  Næst verður samið um sparnaðarmátt dalsins.


mbl.is Hömlum aflétt og nýjar settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eftir því sem maður skoðar betur þann kost að taka upp Dollar, þeim mun augljósara verður að upptaka Dollars er aðeins spurning um hvenær. Nú þegar er stærri hluti efnahags okkar rekinn með Dollar en almenningur hefur skynjað.

Tökum áliðnaðinn sem dæmi. Hráefnið er keypt í Dollurum. Rafmagnið er keypt í Dollurum. Framleiðslan er seld í Dollurum. Það vantar bara að launin verði greidd í Dollurum, sem mér segir hugur að verði innan skamms. Menn geta svo velt vöngum yfir hversu stór hluti áliðnaðurinn er af efnahags-kerfi okkar nú þegar og hversu stór hann mun verða á nærstu árum.

Ef með harmkvælum tekst að ýta Krónunni í gang aftur, þannig að gjaldmiðlaskipti verða eðlileg, er öruggt að óformleg Dollaravæðing mun vaxa gríðarlega. Allir vita að Krónan mun falla og falla aftur og aftur og aftur. Ekkert getur komið í veg fyrir að svona smár gjaldmiðill fari aftur sömu kollsteypuna, eins og allir aðrir gjaldmiðlar efnahagslega vanþróaðra hagkerfa.

Vissulega er glímt við öfl sem hafa efnahagslega hagsmuni af að geta fellt Krónuna. Þeirri fjarstæðu er haldið að fólki, að það séu hagsmunir almennings sem hafðir eru að leiðarljósi, þegar Krónan er felld, eða látin síga. Þetta á að örva innlenda framleiðslu og rétta af hallarekstur þjóðarbúsins. Er hægt að hugsa sér meiri rangfærslur.

Við skulum breyta framtíð þjóðarinnar Júlíus. Þjóðin þarf ekki annað en fylgja rödd skynseminnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.11.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er eimitt: Auðlindir eru peniningar eru völd svoleiðis hefur það alltaf verið hjá siðmenntuðum samfélögum. Til að halda völdum eru öll meðul notuð m.a. áróður, ritskoðun, efnahagsþvinganir og hernaður.  Íslendingar þurfa að bjarga sjálfum sér eins og aðrir. Dollarinn hefur yfirhöndina og USA hefur reynst okkur betur efnhagslega en nokkur önnur þjóð í ESB. Reynslan af hinum oftast gagnstæð.

Gengisfelling lækkar örugglega framleiðslukostnað í mannfrekum iðnaði. Það skilar frekar en ekki hagnaði í rekstri. Sem gæti skilað sköttum til að rétta af þjóðarskútuna. 

Gengisfelling hækkar vexti eykur mánaðarlegt reiðufé lánastofnanna og auðveldar þeim að veita lánafyrirgreiðslur til fyrirtækja sem leggja ekki í vana sinni að greiða af skuldum eða skuldir í reiðufé.

Almenningur fær svo kaupmátt til að greiða meiri vexti. Þetta er vítahringurinn. Algjör sjálfsblekking. ESB samningurinn rauf hringinn þannig að raunverulegt fjármagn streymdi hraðar úr landi en nokkurn tíma áður.

Núna þegar þriðja efnahagstyrjöldin er í uppsiglingu. Eðlileg afleiðing ávöxtunarkröfu síðustu áratuga. Þá mun skynsemin sannanlega segja til sín. Upplýstir taka rétt afstöðu og við munum  leggja þeim lið að hjálpa sér sjálfir, Loftur Altice. Dollar strax.

Júlíus Björnsson, 28.11.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Kjósandi

Tökum upp  Dollvru

Hálfur seðillinn Evra og hálfur seðilinn Dollar.

1 Dollvra $€ = hálf evra og hálfur dollar = 160 kr.

Kjósandi, 28.11.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Dollar toppar Evru nú og þegar fram í sækir. Ég vil aðeins það besta til hand mér og mínum. Hver talar fyrir sig. Dollar strax. 

Júlíus Björnsson, 28.11.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband