Ætli stjórnvöld taki mark á fyrrverandi forsetisráðherra þó sænskur sé?

"Þið verðið að endurheimta trúverðugleikann, þið verðið að hafa allt bókhald fjármálafyrirtækjanna opið og læsilegt fyrir almenning. Allt verður að vera uppi á borðinu, sagði Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem hélt ræðu í hátíðasal Háskóla Íslands í dag." Skv. RUV 18.00

Þetta er það sem 99,9 % þjóðarinnar hafa krafist frá upphafi.  Fyrirlitningin sem felst í að leyna þá sem ætlast er til að borgi brúsann þegar upp er staðið er ólýsanleg. Það er hægt að byrja á morgun að setja bókhöldin á netið. Það getur ekki verið að menn hafi eitthvað saknæmt að fela og tæknilega eru öll fyrirtækin gjaldþrota og því um enga tæknilega samkeppnisstöðu. Við eigum Ísland sem borgum skuldirnar. Og eigum íbúðarhúsnæðið sem var veðsett í þágu ofurgræðgis gengisins. Við viljum ekki viðreisn þess sem var. Við viljum heilbrigða samkeppni  því fleirri sem keppa því skemmtilegra.

Þrælar hafa ekki keppnisskap.

Sækið þið strax féð ykkar þið megið ekki láta þá sleppa: sagði Persson líka.

Hvað er margir komnir undir lás og slá? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Stjórnvöld hafa verið órjúfanlegir  þátttakendur og jafnvel gerendur í þessu síðan einkavinavæðingarhelmingaskiptasukkið var keyrt í gegn fyrir um  þremur árum. Sama spillingardeildin var í gangi þegar verið var að kvótasetja fiskana sem synda í hafinu en það ferli tók mun  lengri tíma og skilaði tilræðismönnunum ýmist beinhörðum peningum eða þóknun í prófkjörs- og flokkssjóði.

Sigurður Þórðarson, 10.12.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég veit að Íslendingar frá fornu fari Nýlenda söguðu sem svo: "Við gjöldum Keisaranum það sem Keisaranum ber". Ýmislegt var brallað svo sem í ástandslýsingum [tengjast skattaálögum]. Svo urðum við sjálfstæð og en var ýmislegt brallað og allar skýrslu á Íslensku. Fyrir um 20 árum var um það rætt erlendis í fámennum hópum að ýmislegt misjafnt væri á  ferðinni hér.  Svo kemur útrásin og netið og nógu mikið er birt á ensku. Þessvegna er engin furða að útlendingar eru fljótir að geta í eyðurnar. Þökkum grandvarleysi þeirra sem vissu kannski ekki betur. Það eitt er víst að ekki vinnst árangur í kosningum með því að veða á lítin hóp meintra auðmanna. Hitler vissi það að það var fjöldinn sem skipti máli þegar lýðræðið er annars vegar. Mér hugur við því að við stefnum hraðfari inn í heim hafta og forsjárhyggju í anda Sovréttríkjanna fornu. Til dæmis í Frakkland og Þýskalandi  er einvala lið af skarpgreindu fólki í forystu og ekki frekar en USA og Great Britain láta viðvaninga leika á sig.

Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég á enga glerkúlu til að sjá inn í framtíðina en við sjáum gríðarlegar skuldir og fátækt í meira en mannsaldur, vissulega er mikil gerjun í gangi kannski leiðir hún til siðvæðingar.  Ég er ekki sammála þér um óverulegt hlutverk auðmanna. Þeir reka fjölmiðla, kosta frambjóðendur til sveitastjórna og alþingis og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Greiðslan fer fram með ýmsu móti allt frá lóðaúthlutunum upp í að búið hefur verið til þjóðhagslega óhagkvæmt kerfi í helstu atvinnugrein þjóðarinnar, þar sem gríðarlegum verðmætum er sóað til þess eins að hygla velþóknanlegum.  Kvótakerfið hefur verið lengi í smíðum og ég get auðveldlega nefnt nokkur dæmi þar sem úthlutunarreglur bæði í botn- og uppsjávarfiski, voru klæðskerasaumaðar fyrir sömu aðila og fengu síðar að kaupa banka.  Svo var HHG, einhver fjálshyggufurðufugl, sendur út um allan heim til að mæla með þessu rugli, maður sem vart þekkir mun á þorsk og ýsu!  En við getum undið ofan af þessu en því aðeins að við göngum ekki í ESB, því þá fer sjávarútvegurinn úr öskunni í eldinn. Við eigum uppi í erminni nokkur tromp t.d. e vitað að hvalur étur 20 sinnum meir en við veiðum. Mér líst ekki illa á hugmynd þína um dollar.

Sigurður Þórðarson, 11.12.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er víst stundum kaldhæðinn.  Ég hef líka hugað um það hvernig fer með margra mannsaldra vistkerfi ef ekki má grisja Hval. Á sama tíma og stórhluti mannkyns má svelta. Menntafólkið í dag kemur reynslulaust út á þeim aldri þegar flestir fara að spá í lífeyrinn.  Það lesa úr gefnum forsemduformúlum eins og vélmenni án þess að geta gert sér neina mynd af því sem liggur í grunninum. En það eru utantekningar á öllu sem betur fer.

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 00:32

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Persson virkar ótvírætt skynsamur náungi. Betur að núverandi stjórnvöld okkar bæru gæfu til að afla sér trausts með áþekkum vinnubrögðum. Hvar er traustið nú? Þurfa stjórnvöld ekki einmitt að kunna að tala við almenning og halda okkur upplýstum?

Einar Sigurbergur Arason, 11.12.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband