ESS er upphafið

Í skjóli samningsins um evrópskt efnahagssvæði, var Ísland gangrýnilaust  opnað fyrir erlendum fjárfestum [m.a. KMPG,  Deloitte Touche Tohmatsu.]. Íslenskir fjárfestar fluttu svo mikið af íslenskum fjármun í vafasamar áhættu fjárfestingar innan ESB [Sér í lagi austurpartinum]. Fákeppni var hampað og ýmsum aðilum á íslenskum markaði var gert kleyft að gleypa þá minni í sig.  Ofurstærð sumra fyrirtækja [fjármálasamsteypa, keðjuhringa, Kauphallar Íslands] varð of stór biti fyrir Dvergefnahagssvæðið Ísland. Sem í framhaldi gerði kröfu til stærri einkabanka,sem væru í samræmi við ofurgræðgina. Öllum meðulum var beitt m.a. annars ólöglegum sem öðrum eru að koma upp úr leyndinni. Ofurgróðatímabilið eftir  á séð  má líta á sem fórnunnar kostnaði á stærra altari : innlimunarinnar í ESB. Kostnaður sem er strax farinn að skilja sér og við sem þjóð, að fáum jafnari undanskildum,  mun halda áfram að finna fyrir næstu árin í skertum lífskjörum.

Er von að sjóði upp úr. Samkvæmt vestrænum gildum leyfist fjölskyldum að vernda heimili sín.


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er á öllu von á nýju ári, því miður. Ástæðan er einfaldlega hroki og afneitun stjórnvalda í öllu er varðar heimsku þeirra, sofandahátt og höfnun á öllum kenningum sérfróðra manna um að bankakerfið væri komið að hruni með skelfilegum afleiðingum. "Eftirá skýringar" segja formenn stjórnarflokkanna núna.

Spurning hversu lengi fólk þolir lygi og hroka af hálfu stjórnvalda.

Árni Gunnarsson, 23.12.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spurning hver græðir eða eins og staðan er í tapar minnstu gefur svörin. Svona framkoma er daglegt brauð almennings í hinni stóru geldu Evrópu. Það er ástæðan fyrir því að við erum íslenska þjóðin í dag.

Júlíus Björnsson, 23.12.2008 kl. 20:36

3 identicon

Nákvæmlega, þá er EES vandamálið. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði viljað ganga bara beint í ESB þá hefðum við fengið allan pakkann en ekki einhverja afbrenglaða mynd af raunveruleikanum í formi EES samingsins. Það er staðreynd hvort sem þú eða ég er samþykkur því að ef við hefðum farið í ESB árið 1995 og tekið upp evru árið 1999, þá værum við ekki í þessari stöðu sem við erum í þessa stundina. EES samningurinn var gallagripur sem var tekinn upp í samstarfi Alþýpðuflokks og Sjálfstæðisflokks, en vegna andstöðu Davíðs þá var ekki farið alla leið, og það er sorglegt. Þeir sem innleiddu EES saminginn áttu að gera sér grein fyrir því að hann væri ekki að virka, svo sök Sjálfstæðisflokksins er enn meiri fyrir vikið. 17 ár, já 17 ár, og landið á hausnum.

Valsól (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Yfirstéttin í ESB [ég er líka af henni kominn] er þjóð út af fyrir sig. Það er alveg ljóst, að hún hefur gefið sér góðan tíma í að klófesta Ísland. Fyrst þyrfti breyta landanum og innræta honum sama þýlindi og hefur alltaf gilt heima í Evrópu. Almenningur á Íslandi hefur alltaf verið greindari og duglegri en þeir í Evrópu. Sjálfstæður og áræðinn. Haft einkaframtakið í fyrirrúmi að því marki að einstaklingur sjá yfir það sem hann ber ábyrgð á.  Nú er búið að venja heila kynslóð við að sætta sig við ofurlaun og fákeppni og sætta sig yfirstétta hroka og slökun á grunnmenntun.  Skrifræði og ráðstjórn. Skyldi þá engan undra að innlimun eigi meiri lýðhylli núna. Lán í óláni er að ESB sprungið á limminu og lafir ekki nema reiða sig á Rússa og þeirra auðlinda sem þeir ráða yfir. Því  fækkar með hverjum mánuðnum þessu hugsjóna fylgi ESB á Íslandi, þegar fréttir berast af fallandi gengi ESB.  ESB er alltaf meðaltalið af því sjálfu  og það hefði betur látið ógert að innlima austurblokkina: hreinræktaða sósíalista að upplagi.  Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.  ESB beaurK-ratarnir helda ekki uppi háum lífskjörum hjá einhverjum undirmáls almenningi norður í Ballarhafi, loks þegar auðlindirnar eru í þeirra einkaeign.  

Almenningur er minnst 98% íbúa hvers lands. Eina ráðið sem Íslendingar hafa til að halda upp almennri yfirstétt er að endurheimta sinn fullráða þjóðarrétt og losa við þann hluta þjóðarinnar sem snobbar niður á við og taka rækilega til í að skila valdinu aftur til einstaklinganna: almennings.  

Júlíus Björnsson, 23.12.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

ESB er hnignandi samveldi og innbyrðis sundrung farin að verða áberandi að kunnugra sögn. Mín spá er sú að þegar að okkur gæti komið þá verði áhugi flestra tekinn að dvína. Einhver ræfilslegasta ályktun um sjálfstæða tilvist okkar í samfélagi þjóða er þessi: "Við þurfum að fá að vita hvað er í boði!"

Eigum við kannski að taka niður styttuna af Jóni Sigurðssyni og nýta svæðið undir bílastæði?

Árni Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband