Kúgun

 

Hins vegar mælti hann sterklega gegn einhliða upptöku evru eða annarra gjaldmiðla. Það sagði hann fljótlegustu leiðina til að útiloka landið algerlega frá ESB-aðild. Slík upptaka yrði í algjöru trássi við Evrópusambandið, samninga þess og hugmyndafræði, og myndi vekja mikla reiði. Þar að auki hefði íslenskt bankakerfi engan lánveitanda til þrautavara í slíku fyrirkomulagi.

Við lifum á tímum netsins og góðra samgangna. Dollar er lykill að hátekjumörkuðunum. Það er best fyrir ESB að innlima hátekjuþjóðir [vergar tekjur landsframleiðslu miklar] á sama hátt er best fyrir dvergefnahagsríki að standa utan einokunarbandalaga og auka arðbærni útflutnings inn á þúsundir hátekjumarkaða um heim allann þar með talið hástéttarmarkaði innan einokunarbandalaga. Deila og drottna.  Ísland eru á kortinu vegna þess að er ekki innlimað innan ESB. Innlimað myndi það vera minna þekkt en Liechtenstein þar sem skattaparadísir eru ekki inn í framtíðinni og okkar tækifæri kemur ekki aftur á því sviði.


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Historiker

ESB hefur aldrei innlimað einn eða neinn. Ríki sækja um og leggja mikið á sig til þess að uppfylla skilyrði sambandsins. Hverskonar innlimun er það?

Historiker, 19.1.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríki sem vill fá fjárfestingar til að hagræða hlutunum heima fyrir og á sama sem engar auðlindir hefur ekki um mikið að velja ef atvinnuleysi er mikið ef það vill komast úr sjálfþurftar rekstri yfir í neyslusamfélag að hætti þeirra ríkja sem sem ríkust. Skilyrðin ganga út á að sína fjárfestum stöðugar vergar tekjur þjóðar tekna. [Sem þurfa ekki að var miklar eftir hagræðingu til að þykja ásættanlegar] Annar plús fyrir einokunarbandalagið er að stærra neytenda markaðsvæði getur gert stærri heildar innkaup á lágvöru sem gerir innkaups verðið lægra og eykur þar af leiðandi vergar þjóðartekjur innlimaðra þjóðríkja án þess að laun hækki í samræmi.   Almenn lífskjör í ríkjum eins og Írlandi, Portúgal og Spáni er löngu búin að ná hámarki innan ESB eftir hagræðingu. 

Ég fæ ekki skilið að við með allar þessar auðlindir og mannauð til að auka vergar tekjur Landsframleiðslu [nú þegar meðal þeim hæstu í heimi] umtalsvert, þurfum að laga okkur að einhverju látekju efnahagseinokunarbandalagi. 

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Historiker

Er Ísland eina landið í Evrópu sem á auðlindir? Er það s.s þorskurinn? Er meiri "mannauður" á Íslandi en annarsstaðar? Ég sé ekki betur en landinu hafi verið stjórnað af hálfvitum undanfarin ár - það er nú allur mannauðurinn. Auðlindir Íslands eru stórlega ofmetnar, sem og áhugi ESB á þeim.

Historiker, 19.1.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að þínu mati á hverju hefur ESB áhuga?

Þetta er það sem ég tel ESB girnast.

Sjávarfang almennt og vistvæn orka og hreint vatn og hluti í svæðum fyrir norðan landið var búist er Olíu og öðrum hráefnum.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 18:52

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Er á móti ESB-aðild eins og þú og ekki síst miðað við núverandi aðstæður.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:05

6 Smámynd: Historiker

ESB er ekki eitthvað abstrakt græðgisskrímsli sem á heima í Brussel. ESB er ekkert annað en ríkin sem að sambandinu standa. Þannig hefur ESB fyrst og fremst áhuga á því að Evrópuríki séu í ESB svo að hægt sé að afnema tolla og höft milli aðildarríkja og vinna sameiginlega að mikilvægum málum. Í samkeppni við Kína, Indland, Rússland og BNA þarf Evrópa að standa saman sem heild. Það er einfaldlega kall tímans.

Historiker, 19.1.2009 kl. 19:08

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hagfræðistefna ESB snýst um nýfrjálshyggjukapitalisma. Það var hann sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna. Ég verð því að bæta því við að stefna ESB í efnahagsmálum hefur sýnt sig í að geta orðið sannkallað græðgisskrímsli.

Það eru meginrök mín fyrir að segja nei við ESB. ESB myndi þess vegna nýtast þeim sem komu okkur á hausinn best. Hvað ætli líði mörg ár þar til þeir væru búnir að koma okkur í sömu stöðu og við erum í núna þrátt fyrir ESB eða m.ö.o. vegna þess að efnahagsstefna bandalagsins gerði þeim kleift að leika aftur sama leikinn?

Sjá mjög góð rök fyrir því að ganga ekki í ESB hér

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:27

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland liggur á Atlandhafshryggnum. Smæðin gerir okkur óverulegan ógnvald hjá Risunum og okkur er best að hafa kápuna á öllum herðum. Standa með og móti öllum í samræmi við það sem best þykir. Almennt ríkir þjóðareinstaklingar komast allstaðar inn, því allir vilja vera vinir þess sem á eitthvað að gefa. Lúxuss iðnaður er okkar framtíð flóknar söluaðferðir [í augum sumra] inná alla hátekju markaði. ESB er og lítið fyrir okkur. Sjá og athugasemdir.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 19:51

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB þjóðirnar eru sömu þjóðirnar og voru með nýlendur um allan heim og arðrændu íbúa þriðja heimsins. merkilegt nokk, þá gera þeir það ennþá. þ.e.a.s að arðræna auðlindir nýlenduríkjanna. sést vel á ralltogurunum sem eru að svelta íbúa sjávarbyggða afríku.

Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 19:53

10 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

þessi ESB umræða er bara gerð af stjórnvöldum til að drepa niður umræðuna um Íslenskst þjóðargjaldþrot.

Gjaldþrota þjóðir komast ekki í ESB, það þarf að uppfylla mjög sttröng skilyrði til að hafa möguleika.

ESB horfir til auðlynda allra þjóða sem vilja heyra undir ESB

Ég er á móti ESB aðeild.

Best að gleyma þessu ESB núna það er svo margt annað sem þarf að takast á við.

Guðmundur Óli Scheving, 19.1.2009 kl. 20:01

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Deisuss! Ég var ekki búin að sjá þetta samhengi Fannar frá Rifi. Ég held ég skelli bráðum alveg í lás gagnvart ESB-aðild. Hef hingað til verið tilbúin til að skipta um skoðun ef einhver kemur með mjög, mjög, mjög afdráttarlaus og góð rök fyrir því að það sé ekkert betra til í stöðunni. Þessi upprifjun minnkar líkurnar á því að af því geti orðið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:02

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega Guðmundur! Hvað er t.d. rætt á þessum flokksþingum? Kristján Þór á ferðalagi um Austfirði til að ræða ESB-aðild? Ótrúleg ósvífni! og allt til að koma sér undan því að ræða um það sem blasir við að er brýnast að ræða einmitt núna!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:04

13 Smámynd: Historiker

Af hverju segja þeir sem eru mjög vinstrisinnaðir ESB vera frjálshyggjuskrímsli, en þeir sem lengst eru til hægri segja ESB vera sósíalískt forræðishyggjubatterí. Eitthvað við afstöðu þessara hópa segir manni að ESB sé bara öfgalaust ágætisdæmi.

Historiker, 19.1.2009 kl. 20:07

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég segi tækifærisinna koma upp í öllum "ismum", aðalatrið er að tryggja sér allan gróðann þegar upp er staðið. Mér sýnist á öllu eftir daga komúnismans að Sósíalistar [? Kratar] og tækifærisinnar vinni vel saman. Segja eitt og framkvæma annað.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 20:19

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að segja, að ég lít ekki á Willem H Buiter sem neinn gvuð og mér finnst áberandi hvað hann er þröngsýnn, varðandi kosti okkar í peningamálum. Hvers vegna einblína sumir svo mjög á Evruna ? Hvers vegna eigum við að eyðileggja alla möguleika okkar um samstarf við ESB, til langrar framtíðar ? Hvers vegna ekki að halda sem flestum möguleikum opnum ?

Því er ekki að leyna, að ég er algjörlega andsnúinn að gefa Brussel óðal feðranna. Hins vegar vil ég að við stöndum rétt að málum og skynsamlega. Okkar bezti kostur núna er að taka upp sterkan innlendan gjaldmiðil sem við baktryggjum með US Dollar. Þetta fyrirkomulag verður undir stjórn Myntráðs.

Með því náum við STRAX stöðugu gengi, lítilli verðbólgu, stöðvum eigna-brunann og getum afnumið lánavísitölu. Ef menn hins vegar vilja ekki stöðugt ástand, þá skulum við fyrir alla muni halda gömlu ónýtu Krónunni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 21:02

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Davíð vinnur Risann ESB og gerist ennþá meiri vinur alla hinna efnahagslega ef Risinn tapar sér þá foræði hans er hafnað. [uppsögn ESS og frjáls flæðis spillingar á öllum formum]. Ein dag mun ein gjaldmiðill ríkja um allan heim af skynsemisástæðum. Það mun vafalaust vera Dollar vegna stjórnarskrár USA. En að hika er sama og tapa. Í upphafi skyldi endinn skoða. Því fyrr sem stefnan er tekin á að hámarka raunverlegan gróða [sem byggir á velferð allra í samfélaginu] því fyrr er  Dollar er tekin upp og allar leiðir að því marki eru í rétta átt. Neysluverðsvísitala OCED er baggi á heilbrigðri samkeppni. Þjónar ekki hagsmunum stétt með stétt  heldur erlendum OCED eða ESB fjármálarisum.

Júlíus Björnsson, 19.1.2009 kl. 22:06

17 identicon

Loftur, hver hagfræðingurinn á fætur öðrum segir að þetta sé eina og besta leiðin fyrir Ísland ef við eigum ekki að verða eitthvert haftaríki. Hvaða möguleika sérð þú, einhverja draumamynd um dollar vænti ég, það hefur nú ekki gefist svo vel fyrir Ekvador sem tók upp dollar einhliða og er í tómum vandræðum í dag vegna gjaldmiðilsins. Eða þú vilt kannski að við höngum á handónýtri  krónu? Ég skil bara ekki fólk sem hefur látið misvitra pólitíkusa sem gera allt til þess að missa ekki völd, sletta smjörklýpum út um allt svo þeir geti haldið áfram að gefa eigur þjóðarinnar til vina og vandamanna. Loftur, hverra hagsmuna ert þú að gæta með þessari arfavitlausu hugmynd um dollarinn?

Valsól, 19.1.2009 kl. 23:01

Valsól (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:20

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Valsól, þú verður að kynna þér málin betur, áður en þú ríkur af stað í trúboð. Þú ert væntanlega að vísa í áróðursmeistara ESB þá Wade og Buiter. Þeir eru komnið út á hálan ís sem hagfræðingar, ef þeir ætla að gefa pólitísk ráð án rökstuðnings. Ég legg til að þú kynnir þér málið á blogginu mínu. Ég skal gjarnan leiðbeina þér þegar þú hefur lesið þér til.

Það sem þú segir um Ekvador er rangt. Í Ekvador hefur verið efnahagslegur stöðugleiki síðan 2000, þrátt fyrir ríkisstjórn kommúnista sem gera allt sem þeir geta til að eyðileggja efnahagskerfið og koma á alræði. Forseti Ekvador er Rafael Correa, sem nefnir sig "humanist and Christian of the left". Heldstu vinir hans og efnahagsráðgjafar eru Hugo Chavez einræðisherra í Venezúela og Fídel Castró á Kúbu.

Gengisfelling er ekkert annað en þjófnaður og kommúnistar eru manna iðnastir við þann leik. Greinilegt er að Hugo Chávez er potturinn og pannan í tilraunum kommúnista til að skapa byltingarástand í Suður- Ameríku.

Upptaka USD er nærst bezti kostur allra lítilla hagkerfa. Bezti kosturinn er að festa innlendan gjaldmiðil við USD með Myntráði. Um leið er mikilvægt að þjóðir losi sig við spillta stjórnmálamenn og tæki þeirra seðlabankana. Ég vísa til þess sem Steve H. Hanke segir um ástandið í Ekvador:

Steven Hanke, the professor of applied economics at Johns Hopkins University in Baltimore who advised Ecuador on its switch to the dollar in 2000, said Correa may have difficulty abandoning a policy that has popular support.
"Dollarization provided an anchor of stability and kept interest rates and inflation low," Hanke said. "The consequences of abandoning dollarization would be quite negative. He needs to convince the population that he’s right and they’re wrong."
The last country to give up the dollar as its currency was Liberia in 1985, Hanke said. Many Liberians still prefer to use the dollar, he said.

Stöðugur (fastur) gjaldmiðill er forsenda efnahagslegs stöðugleika, lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðvar eignarýrnun og afnemur lánskjara-vísitölu. Þeir sem vilja láta arðræna sig áfram með jöfnu millibili, ætla að ríhalda í hugmyndina um "sökkvandi flotkrónu".

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband