Forsetavald í Stjórnarskrá, Ráðherra ábyrgð utan stjórnarskrár.

 

Stjórnarskráin 1947 gerir engar kröfur um að Forseti velji framkvæmdavaldið [ráðherra] úr hópi lögjafarvaldsins [þingmanna]. Hinsvegar er sú hætta að framkvæmdavaldið verði mjög seinvirkt ef ekki er laglegur meirihluti fyrir breytingum hverju sinni. Hinsvegar er nóg af lögum sem hægt er að framkvæma eftir. Stjórnarskráin gerir kröfu um góða samvinnu milli þingmanna óháð flokkum og skipaðra ráðherra af Forseta í umboði þjóðarinnar. Það sem hefur gerst á Íslandi er að Forsetar hafa verið of hliðhollir framkvæmda valdinu hingað til á kostnað löggjafarvaldsins. Þess vegna virkar ekki lýðræðið í framkvæmd. Óeðlilegar hefðir eru settar ofar frelsi stjórnarskráarinnar til að njóta sín til fullnustu. Með því að velja ráðherra úr röðum þingmanna er verið að tryggja 51%  [löggjafavaldsins]nánast alræði til breytinga á öllum sviðum framkvæmdavaldsins.   Þetta aftur móti gerir augljóst að hagsmunaklíka stjórnmálflokks raðar á lista fólki í samræmi við sína sérhagsmuni en ekki með hæfni til lagagerðar nýrra laga [sem eiga ekki að vera mörg ný á hverju ári]. Lögin setja rammann á framkvæmdir á hverjum tíma.

Til að breyta þessu verður þjóðin að eiga frumkvæði um að Forseti velji ráðherra eins og  honum honum ber. Ráðherrar verða svo að semja við þingmenn á hverjum tíma ef um lagabreytingar er að ræða, Fjárlög á hverju ári [tengist skattheimtu] og laun æðstu manna ríkisins samkvæmt sömu stjórnar skrá voru [breytt með setningu kjaradóms] alltaf háð samþykki  meirihluta löggjafarvaldsins. Á sama hátt getur löggjafavaldið ekki kúgað:  Forseta með því að setja lög sem lækka laun hans.

Ef forseti velur ráðherra sem 3/4 hlutar þingmanna líkar ekki þá geta þingmenn látið þjóðina ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort skipta beri um Forseta [ræður þá einfaldur meirihluti þjóðarinnar]. Á sama hátt getur Forseti boðið til kosninga líki honum ekki lagasetning.

Flokkar sem vilja njóta lýðræðisávaxta Stjórnarskráarinnar frá 1947, [láta Forseta] velja Ráðherraefni með tilliti til hæfni á hverjum tíma í þau ráðherra embætti sem sami Forseti velur.

Ég vil ríkjandi hefð burt ég vil virkt lýðræði. Fullan aðskilnað Framkvæmdavalds og Löggjafarvalds eins og Stjórnarskráin býður upp á.

Ísland fyrir Íslendinga. Hæft fólk yfir framkvæmdir.  Þingið sem setur lögin: ramma framkvæmdavaldsins, getur verið úrval af greindum einstaklingum úr öllum stéttum á öllum tímun.


mbl.is Unnið áfram í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Ég er sammála  þér í stórum dráttum

Guðmundur Óli Scheving, 27.1.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

51. gr. Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.

Verksvið og skyldur Forseta er vel skilgreindar í megin greinum stjórnarskrár: Ábyrgð utan stjórnarathafna.

Ábyrgð ráðherra með lögum: utan stjórnarskrár. 

Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er annað sem þarf að breyta það er að ráðherrar verði ekki þingmenn, þar með er framkvæmdavaldið aðskilið frá löggjafavaldinu.

Þá á að taka aftur upp tvær deildir efri og neðrideild og kjósa í aðra  með því að sveitarfélög kjósa í hana en kjördæmin í hina þá eru ekki legur þessi óréttmæta skipting á tekjum til hvors stjórnsýslustigs í dag er verið að samþykkja lög sem hafa mikinn kostnaðarauka fyrir sveitafélög en kosta ríkisjóð ekkert þá er verið að skoða að flytja stóra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga það gengur ekki nema sátt náist í því . Það er til regla sem seigir að allar breytingar sem koma við sveitarfélögin eigi að kostnaðarreikna  en það er ekki gert sveitarfélögin eru afskipt varðandi aðkomu að lagasetningu er tilheyra þerra málum

Svo er annað sem þarf að breyta það er að flokkarnir leggja fram lista í stafrófsröð og í kjörklefanum merkir kjósandi við nokkur nöfn  123456 og þannig verður persónukjör og prófkjör eru úr sögunni en þau eru upphaf á spillingu, þar sem prófkjörslagurinn kostar mikið fé og einhverjir sjá sér hag í að styrkja ákveðinn aðila til að gæta hagsmuna sinna á þingi við lagasetningu eða vegna atvinnu eða hvað annað sem þingmaður getur haft áhrif á 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.1.2009 kl. 18:30

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það þarf að virkja Forsetavaldið samkvæmt stjórnarskrá og til að koma í veg fyrir áframhaldi misnotkun verður líklega að útiloka lagasmiði frá vali forseta í ráðherra stóla. 

Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 18:45

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það stjórnlagaþing sem vonandi verður skipað innan skamms mun hafa ærið verkefni að leysa. Það ætti að einfalda þá vinnu að nú liggja fyrir gögn frá stjórnarskrárnefndinni sem ekki náði samstöðu um eina tillögu. Miklu skiptir að þarna verði fólk sem ekki hefur verið virkt í pólitískum flokkum. Þá skal hafa það í huga að mikla bjartsýni þarf til að ætla að þær breytingar sem vonast er eftir að líti dagsins ljós verði í öllum efnum lausar við galla. En á það þarf að reyna. Öll lög og allar reglur verða að vera í stöðugri endurskoðun.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 22:06

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá er ekki um lögfræði: ávöxt laganna sem byggja á stjórnskipunar [grunn] lögum sérhverja þjóðar [Allir tala sama málið]. Misvitrir Stjórnmálmenn um 1947 þorðu ekki að framfylgja út í yztu æsar boðskap Þjóðveldisins. Utantekningarregla frá eðlilegri megin reglu alþingsmaður: lagasmiður heldur atkvæðisrétti sínum sem einn löggjafanda eftir að Forsetavaldið hefur valið hann til ráðherra framkvæmdavald, var veikur hlekkur.  Lítill skilningur hér á stjórnskipunarhefðum  gaf almenningi ekki kost á að mynda sér gagnrýna skoðun á innsetningu [framkvæmd] Forsetavaldsins. Kom strax betur út fyrir ráðandi stjórnmála klíkur að Forsetar væru eftirlátir. Vald forseta er bundið af þinginu: Löggjafarvaldinu. Hann hefur ráðherra valið en ekki einstök framkvæmdavöld [háð kjörtímabilum] sem er setur undir lagaramma löggjafarþingsins: til aðhalds.

Stjórnarskrárlög eiga alltaf að vera á mannamáli hins almenna kjósenda því þetta er framsal á völdum þjóðarinnar til umboðsmanna sinna.  Stjórnarskrá er grunnur eins Boðorð og heilög að sama skapi. Okkar skrá, ef beitt  heiðarlega, er betri en sú Bandaríska, tel ég, hún er allitin ein sú lýðræðislegasta [með fyrirvara um síðari tíma viðbætur].  

For'sætis ráð herra er skilgreindur sem fundarstjóri ráðherra sem hver um sig er sjálfstæður gagnvart Forsetavaldinu.

Það má taka út kjaradóm: Dómsvaldið er eitt fyrir okkur öll. Framkvæmdavöld í sameiginlega þágu er mörg á hverju kjörtíma bil og því skilgreind utanstjórnarskrár. 

Breyta ákvæði um atkvæðisrétt ráðherra til löggjafar et Forsetavaldiðvelur  alþingismann: lagasmið. Ráðherra getur ekki verið löggjafi á sama tíma. Nóg af hæfu fólki núna og fátækt ekki slík að réttlæti eðlilegar hæfniskröfur þjóðarinnar.

Kjósa strax nýjan Forseta á réttum forsendum samkvæmt stjórnaskrá 1947.

Alls ekki láta þá festa spillta túlkun og spilltar hefðir í sessi.

Fjöregg þjóðarinnar er í húfi. Stjórnarskrá er alltaf sáttmáli þjóðarinnar sem um ræðir og ef kröfum um einfaldleika er fullnægt þá er sá grunnur eilífur fyrir öll önnur lög sem byggja á honum og taka breytingum frá kjörtímabili til kjörtímabils eða með tíð og tíma.

Lifi upprunalega stjórnarskrá þjóð/lýðveldisins í fullri notkun sem hún bíður upp á.

Að spara notkun hennar er innan ramma stjórnarskrárlaganna, ef kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru hlynntir því að spara lýðræðið. Stjórnarskráin er ekki aðalvandamáli heldur hvernig og hvaða umboðsmenn þjóðin kjósendur  velja á hverjum tíma.Til Forsetavalds og Lögjafarvalds.

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband