Færsluflokkur: Siðferði

Hver talar fyrir sig!

Engum hefði hins vegar dottið í hug að núverandi staða gæti komið upp fyrr en eftir fall Lehman Brothers í september.

Á netinu er alveg ljóst að að eftir fall Lehman Brothers var hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður í viðbraðgsstöðu. Hvað bankar væru fyrstir þegar "fárvirðið" myndi skella á hinum megin Atlandshafs hryggsins. Flestir ef ekki allir litu til Íslensku bankanna í ljósi þess óeðlilega vaxtarhraða sem þeir voru í. Var þeim spáð með þeim fyrstu sem myndu fylgja í kjölfarið. Hvað var að gerast í viðskiptaráðuneytinu? Ekki höfðu þeir samband við Seðlabankann í ljósi stöðu mála. Kemur viðskiptaráðherra ekkert við alþjóðafjármálaumræða? Fannst honum, á faglegum grunni, metið ekkert óeðlilegt við þessa geigvænulegu innrás hluta Íslenska fjármála og viðskiptakerfisins? Ofsa vaxtarhraði bankanna var það honum ekkert tiltökumál? Á almenningur að vera að vasast í slíkum málum? Ég geri þá kröfu til viðskiptaráðherra allra landa að þeir haldi vöku sinni á öllum tímum. En að standa fyrir utan umræðuna í Kjölfar falls Lehman Brothers það næri ekki nokkurri átt þá viðskipta, utanríkis, fjármálaráðherra eiga í hlut. Það er ekki við skúringarkonuna að sakast hér. 


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirspurnin minnkar

Lögmál heilbrigðs markaðar: eftirspurnin minnkar fasteignverðið lækkar. Undantekingin er ef eigandinn hefur efni á að halda eigninni, þangað til eftirspurnin hækkar aftur. Hver er  raunverulegur eigandi ef eign er veðsett meir en 66%, 80%, 100%. Hver á greiða kostnað af að halda uppi fasteignaverðinu. Afhverju lækka þessir Nýju bankar ekki vextina til að auka eftirspurnina og tryggja verð eignarinnar?   Hvaða ismi er hér á ferðinni. Hvar er hin vestræni verðtryggingarhugsunarháttur?


mbl.is Kaupsamningum fækkaði um 49%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinn markaður.

Ég sé fyrir mér land þar sem allar veiðar smábáta næst landi væru frjálsar.  Kvótar veiðitímabilanna á uppboðsleigu hverju sinni.  Skiptingu landhelginar með tilliti til forréttinda byggðanna.  Ríkið og sveitarfélög eigi uppboðsmarkaði vítt og breytt um landið.  Gjaldtaka til handa ríki og sveitarfélögum innheimtist á mörkuðum og sé miðað við hundraðhluta af heildar þyngd afla en ekki verðmæti. Svipað ætti líka að gera í landbúnaði.  Lánastarfsemi í höndum Banka.  Verð á vöru miðast við [framreiðslu] verð í húsi seljanda.  Kaupandi greiði alltaf fyrir sinn flutning og fjármagnskostnað [þeir sem þess þurfa]. Það kallast réttlátur afsláttur á heilbrigðum markaði.  Þetta ýtir skuldafíklunum út af borðinum og rennir stoðum um arðbærara þjóðfélag til handa öllum.  Nema kannski að undanskildum nokkrum Beauro-krötum.  Engin rekur betur en sá sem á sjálfur og hefur til þess meðfædda hæfileika.  Sumt verður ekki í askanna látið.  Markaður í þágu fjöldans eykur valið það er frelsið í ramma laganna og þeirra siða sem vestræn menning byggir á.  Og allur hinn almenni heimur sækir í eins og dæmin sanna.

 

Við erum öll samsek

Þögn er sama og samþykki. Þjóðin fær að gjalda þess að straffa ekki þeim sem sem eyðulögðu mannorð hennar með blekkingum og glannaskap. Svo hugsar almenningur í ESB. Látum hausanna fjúka. Hagsmuni heildarinnar í fyririrúmi. Daglegt brauð í ESB, sem sjá má í fjölmiðlum. Danir margvöruðu við á sínum tíma. Þeir voru ekki virtir viðlits, Kaupmannalandið sjálft það hafði sko ekki vit á viðskiptum. Það er rétt fjölmargir Íslendingar voru hræddir. En maður sem ekkert á nema fjölskyldunna sína hræðist ekkert.  Þeim fer fjölgandi. Krafa ESB um að ganga til bols og höfuðs á siðspillingunni er skýlaus. Forgangsröð hér á landi, í upphafi langvarandi alþjóðakreppu, er söm við sig. Hengja Þjóðina fyrir smiðina. Með lögum skal landið byggja. Allt er sínum takmörkum háð, það kallast frelsi almenninings hjá siðmenntuðum þjóðum. Sannanirnar eru borðleggjandi í dag.


mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnun á Bandalagi

Höfnun á innlimun inn í ESB, leiðinn til frjálsra viðskipta á stærri mörkuðum með dollar að vopni.  Ég verð alltaf Evrópu sinni þó Ísland innlimist ekki inn í ESB.  ESB þarf enn á ferðamönum að halda og þeir með dollarana er flestir og vinsælastir.  ESB þarf en á innflutingi að halda, þó Íslendingar halda áfram að leita á þá markaði sem borga best.  Vegalendir eru ekki vandamálið í dag, nema við ætlum að fara syndandi.  Mögleikar og þjóðartekjur Íslendinga á einstakling eru mikið meiri en gengur og gerist í ESB.  Við getum ekki borið Innlimun Íslands við Írlands, Spáns, Portúgals, eða lönd A-Evrópu. Við höfum Val til að standa á eigin fótum, og gera það sem þið erum best í: að vera fremstir meðal jafningja og skara fram úr á sem flestum sviðum. Við eru ekki öll beauroKratar og pössum því ekki inn í Beaurokrata Samfélag gömlu Nýlenduveldanna ESB.  ESB er ekki félagsmála stofnun, neí það er miðlægt ráðstjórnarviðskiptabandalag þar sem Beaurókratar Stóru og Ríku nýlenduveldana ráða öllu þegar upp er staðið og eru jafnari en aðrir Beaurokratar innan ESB.

Ísland mun aldrei einangrast meðan það hefur efnahagslegt val á sínum  forsemdum.  Auðlindir og mannauður Íslands er okkar að ráðstafa að eigin vild og frumkvæði.

Bjarni Benediktsson hefur mælt gott mál í samræmi við vilja hins stóra, skysama hóps er stendur honum að baki.  Enda ekki við öðru að búast kominn af góðu fólki.  Óska ég honum velfarnaðar á sömu braut frelsis til orðs og verka.  Sá sem lítið á að gefa bíður einangrun heim.  


mbl.is Ísland ekki einangrað til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er ekki í stakk búið

ESB er ekki í stakk búið til að borga skuldir heimilanna. Það er samfélag beauro-krata gömlu nýlenduveldanna sem hungrar í auðlindir. Umræða um aðild er eitt og innganga er annað. Frumkvæðið verður að koma frá ESB vegna þess að í venjulegu árferði eru þjóðartekjur á mann hærri á Íslandi en þær í ESB [ Efnahagsbandalag gengur nú út á að bæta þjóðartekjur per einstakling]. Annars liti það út sem við vildum láta hlunnfara okkur í niðurjöfnun. 


mbl.is Myndi jafngilda stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski

Miðað við framboð og eftirspurn er þetta ekki spurning um kannski. Miðað við arðssemiskröfur hlutafa á heilbrigðum samkeppnismarkaði alls ekki. Gallarnir á hluthafaformi fyrirtækja á vegum ríkisins þegar illa gengur þurfa ekki vitnanna við. Hlutafélög eru í eðli sínu um áhætturekstur. Rúv á að vera í þjónustu ríkisins og á þess ábyrgð og miða sína þjónustu við þarfir ríkisins á hverjum tíma. Sinna því hlutverki sem samkeppnismarkaðurinn sinnir ekki eða getur ekki sinnt. T.d. vegna smæðar sinnar. [um 300.000 neytendur] Eiga ráðherrar ekki að ráða til að vera verðugir þeirra launa sem skattgreiðundur greiða. Gagnsæi á oddinn. Niður með ráðstjórn. Eins og það er auðvelt að hækka laun fámennra stétta á uppgangstímum þá ætti sama að gilda þegar miður gengur. Allt er þetta spurning um rétta formið.

 


mbl.is Launin kannski of há
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niður með ráðstjórn!

Aftur til lýðræðis. Mismunin sem fólst í því að breyta upprunalegu stjórnarskrá Íslands þarf ekki vitnanna við. Laun skulu ákvörðuð með lögum á hverjum tíma eftir gagnsæar umræður á þingi.

Kjararáð vinnur ekki í þágu þjóðarhagsmuna þegar illa gengur. Íslendingar hafa ekki efni á slíku óráði.  Með lögum skal landið byggja! Út með ólög.


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapp er best með forsjá.

Allt er þetta  spurning um að lámarka virði eigna á hverjum tíma, annað telst að blekkja lánadrottna.

Hús sem byggir á sandi það fellur í næsta fárviðri. Í upphafi skyldi endinn skoða.


mbl.is Kaupþing óskar eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju orði sannara.

Það er harkan sex sem gildir núna. Maðurinn lifir ekki af hraðvaxtkjúklingabringum með fiskibragði einum saman. Hann lifir af því að uppskera eins og hann sáir. Það þarf því "miður" of mikið lánsfé [sem er ekki til staðar á næstunni] til að halda úti blekkinga áróðursherferð ESB-sinna til að þeir geti náð fram markmiðum sínum. Hinn hingað til þögli meirihluti á síðasta orðið. Unga fólkið í dag er ekki undirbúið til að halda uppi klyfjum kreppunnar. Ég skora á alla af eldri kynslóðinni til að blanda sér í málin, barna og barnabarnanna vegna.  Áður var þörf nú er nauðsyn. Lífeyrir verður ekki greiddur með fagurgala og væntingum fávísra. 


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband