Inflation Index

"Inflation Index“ eða Neysluverðvísitala: vísitala til verðtryggingar íbúðaverðs heimilanna.  Er séríslensk  kolóréttlát [ólögmæt?] viðmiðun á veði íbúðafermetra.  Aðal aflvaki hennar það er gengisskráningin: verð á innflutning til neyslu og  efniskostnaði til nýbygginga, sem fer alltaf vaxandi meðan mannfólkinu fjölgar hér á jörðinni , svo hefur það verið hingað til [verðbólgu hvetjandi]. 

Ef hefði verið búið að taka upp vísitölu íbúðarfermetra,  sem tæki  mið af meðaltalsverði  á íbúðamarkaði  Íslands á löngu tímabil svo sem 36 mánuðum þá myndu eignir heimilanna ekki rýna núna og greiðslugeta heimilanna til að greiða upp lán er byggja á öðrum markaðsforsemdum væri betri. 

 Núverandi vísitala þjónar fyrst og fremst hagsmunum braskara og illa rekinna lánastofnanna [í augum íbúðareiganda?].   Notkun hennar ógnar öruggi heimilanna og þjónar ekki hagsmunum fjöldans og hefur því ekkert með frjálsan markað að gera.   Almenn fáfræði lituð af ranghugmyndum styrkir það álit að heimilin í landinu hafa um langan tíma verið höfð af ginningarfíflum af þeim sem sitja hinum megin við borðið [lánadrottnum, meðvitað eða ekki af stjórnvöldum] .  Ekki vil ek ætla „Húsbréfa“ Jóhanna hafi  skilið þetta frekar en stjórnmálamenn almennt.  Ef svo er þá er við þá að sakast sem telja fólki trúi um að núverandi vísitala sé trygging á veði íbúðarinnar sem um ræðir. Þetta er trygging oftar en ekki  á mikið meira veði en um var samið í upphafi; um það geta allir vitnað. Þeir hinsvegar sem núna vita betur frýja sig ekki lengur ábyrgð. 

Íbúðir heimilanna eiga  að vera friðhelgur markaður.

Hver lagði þennan grunn til ? Í þágu hverra?  Á hvaða forsendum? 

Sá sem ekki viðheldur eign sinni er óverður eignarinnar og ætti að skilyrða eðlilegt viðhald í lánssamningi.  Í því undantekninga tilfelli  þegar  íbúð fer á uppboð ætti þáverandi veðhafi að fá trassaskapinn tekin með í reikninginn.  Einnig ættu regluleg úttekt  tryggingarfélaga í samvinnu við veðhafa að duga til að tryggja eðlilegt viðhald.  Um aðra fasteignamarkaði mættu gilda aðrar viðmiðanir svo sem hjá leigusölum og þeim sem hugsa í eiginfé og gleyma skuldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Neysluvísitalan er Consumer Price Index, CPI.

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lúðvík þakka þér upplýsingarnar.

En ég var að skoða skýrslu IMF.

Þá rakst ég á:

"Around 80 percent of household debt is inflation indexed"

Í framhaldi reyndi ég að hvað marki núverandi "vísitala" í samhengi við íbúðarhúsnæði væri í raun verðbólgu vísitala.

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

CPI vísar heldur ekki í efniskostnað íbygginga hjá flestum öðrum þjóðum, sennilega eru neyslu vörur aðrar. Un íbúðarhúsnæði landans þá hefur það oftast tilhneigingu til aukast að verðmæti, sér í lagi ef það er í einkaeign. Sú verðmæta aukninging, klæðingar og viðbætur koma oft fram þá eign er seld. 

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

 Vísitölubinding lána felur í sér alveg ótrúlega mikla vísindahyggju, þe. trú manna á að vísindi leysi allan vanda okkar.  Sú trú varpar ábyrgðinni á 'vísindin' og af einstaklingunum sem tóku þá arfavitlausu hugmynd að vísitölutryggja lánin okkar.  -  Vonandi fara menn að taka meiri ábyrgð á gjörðum sínum, sérstaklega stjórnmálamenn.

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Júlíus Björnsson: Almennt talað þá þá eru fasteignir sér í lagi húsnæði almennings flokkuð sem veðhæf og því ekki bundinn öðru en vöxtum sem taka mið af áhættunni. Hinsvegar er neysla eðlilega háð tísku og ytri aðstæðum og ekki talin veðhæf. Þá gildir líka að vextir taka mið af áhættunni sem er metin talsvert meiri: hærri vextir. Utan lands er vísitala neysluverðs álitinn góður mælikvarði á þá breytilegu vexti sem eru oftast á slíkum lánum.  Sértilfellið Ísland að nota vístölu neyslu [CPI] sem viðmiðun á lán til kaupa á almennings húsnæði skrifar enginn raunvísindamaður upp á: hef ég heyrt í þeim mörgum. Ein túlkun af mörgum á þessum röngu forsemdum er að ábyrgðum þeirra sem gera út á áhættu er varpað á heimilinn í formi verðbóta. Það er munur á vísitölum. Það er munur á lánsformum. Það er munur á vísindum. Hugmyndin um rangar forsendur þótti þeim sem tóku hana afbrags góð enda hafa þeir makað krókinn. Ég missi húsið mitt. En lífeyrissjóðir maka krókinn og allir hinir sem ekki þurfa að velta hverri krónu fyrir sér. Afborgaranirnar það er reiðuféð sem borgar spillinguna fyrst og fremst. Það er þúfa sem veltir skuldahlassi skussanna: þeirra sem hafa ekki efni á að lána almenningi sanngjörn lán til húsakaupa. Ótrúlega mikla trú á svindl og svínarí. Alls ekki vísindahyggju.

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 54888

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband