Að sigla að feigðarósi

Brot Haga á samkeppnislögum felst í svonefndri undirverðlagningu sem félagið greip til á árunum 2005 og 2006. Í þeirri háttsemi felst í aðalatriðum að markaðsráðandi fyrirtæki selur vörur undir kostnaðarverði. Getur slík óeðlileg verðlagning m.a. leitt til þess að minni keppinautar hrökklist út af markaðnum eða dragi úr verðsamkeppni við hið ráðandi fyrirtæki. Jafnvel þó neytendur njóti þess til skamms tíma að fá vöru eða þjónustu á mjög lágu verði leiðir röskun á samkeppni sem slík óeðlileg verðlækkun markaðsráðandi fyrirtækis veldur, þegar til lengri tíma er litið til fækkunar keppinauta, hærra verðs til neytenda, minni þjónustu eða gæða og til þess að valkostum neytenda fækki. Samkeppnislögum er m.a. ætlað að tryggja að virk samkeppni gagnist neytendum til lengri tíma litið, að því er segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Þó allt sé stórt í Texas þá er Ísland lítið og fyrirtæki hér þurfa því vera í hlutfallslegu samræmi. Þó það valdi smá kostnaði að hafa fullt af sjálfstæðum: Smásölum, Apótekurum, Heildsölum, Framleiðendum, Pizzastöðum, Bókabúðum, Blómabúðum, Hjólabúðum, Hótelum, Börum, Bakaríum, Bensínsölum, skyndibitastöðum,... þá er það nauðsynleg forsenda fyrir virka, eðlilega, heilbrigða samkeppni í þágu fjöldans. Brot af þeim fjármunum sem hafa verið fluttir úr landi. Að mínu mati aðalorsök lágra launa almennt. 

Blekkingarnar gagnvart neytendum eru annað dæmi í víðara samhengi eignahaldfélaga, og banka sem hafa dæmt þjóðina í minnst 4 ára þræladóm ef aðgerðir stjórnvalda ná fram að ganga. Það mun vera mat IMF þó þeir tali ekki um þrældóm að sjálfsögðu. 

Öll söluverð upp á borðum.  Kaupandi greiði ávalt flutning til sín og lánskostnað  á sér reikningum og myndar þannig sinn afslátt sjálfur á sínum forsemdum. Áfylling á kostnað seljanda er einnig samkeppnisspillandi. Sami aðli sé ekki að á vasast mörgum mörkuðum í einu . Ísland er lítil þjóð og þarf að haga sínum markaðsreglum í samræmi við það. Íslendingar eiga mikið fé í auðlindum sínum og verða því að miða siði sína við það. Hver þjóð hefur sína sið og reglur sem kemur henni best.  

Sjálfræði þjóðarinn á endurspeglast í sjálfræði þeirra einstaklinga sem henni tilheyra.

Valið er okkar og við viljum ekki láta velja fyrir okkur. Stjórnvalda er að standa vörð um mesta Valið.


mbl.is Brot Haga alvarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 54905

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband