Hagvöxtur heimilanna.

Hagvöxtur er eins og orðið segir vöxtur sem er mældur með tvenna hagsmuni að leiðarljósi í daglegri umræðu.  

 Vöxtur vergrar þjóðarframleiðslu eða þjóðartekna, í samræmi við  framleiðslugetuna á viðmiðunartímabilinu, byggist á mælingum á heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir ári frá ári. Hér teljast tekjur útlendinga af eignum og vinnu á Íslendinga til þjóðartekna Íslendinga. En þjóðartekjur Íslendinga af eignum og vinnu erlendis teljast ekki til landsframleiðslu.  

 

Vöxtur vergrar landsframleiðslu á mann er helsti mælikvarðinn á hagvöxt. OECD gefur út yfirlit yfir vöxt vergrar landsframleiðslu á mann fyrir aðildarríki sín og nokkur önnur lönd. Þar sem til  dæmis tekjur útlendinga af eignum og vinnu á Íslandi teljast ekki til þjóðartekna Íslendinga en til landsframleiðslu Íslands.   Á sama hátt teljast tekjur Íslendinga af eignum og vinnu erlendis til þjóðartekna Íslendinga en ekki til landsframleiðslu Íslands.

Vísindavefurinn.  

 

Rannsóknamiðstöð Íslands.  

 

Hagur Íslenskra fjárfesta á Íslandi kemur betur út settur fram með Hagvexti þjóðarframleiðslu, á sama hátt þjónar Hagvöxtur landsframleiðslu Íslands  erlendum fjárfestum [alþjóða auðhringum] betur.  

 

Þegar verið er  að vitna í gífurlegan hagvöxt í peningafátækum löndum sem áður vöru utan ESB gleymist oft að geta þess að hagvöxtur mælir ekki svarta vinnu, sjálfþurftarbúskap: fatagerð, matargerð, leiki og veislur, bruggun, matjurtarræktun, dýrahald, ... .  ESB fjárfestar komu með fjármagn og hráefni í verksmiðjur.  Heimavinna vinna fór svo að telja til hagvaxtar komin í verksmiðjurnar. Hagræðing átti svo að skila fjárfestunum ávöxtun og heimilunum meiri peninga í umferð.  Auðlindirnar [hráefni í eigu landsvæðisins] það eru grundvöllur allrar framleiðslugetu við komandi landsvæðis til langframa.  Auðlindasnauðari þjóðirnar eru jafn snauðar að því leyti.  

 

Síðasta sjónhverfingin til að auka hagvöxt: framleiða endingarlitlar vörur úr ódýrum hráefnum undir merkjum tísku eru ekki að skilja sér, jú auðlindirnar [hráefnin] eru takmörkuð á mælikvarða mannfjölgunar  og eftirspurnar heimsbyggðarinnar.  Sérhver er sjálfum sér næstur.  

 

Allir Íslendingar vita að þjóðartekjur þeirra og auðlindir eru með þeim mestu sem gerast á íbúa. Fjölgun íbúa þarf ekki að auka þær. Hinsvegar gera ekki allir sér grein fyrir að almennt eru Íslendingar greindir og því samfara handlagnir svo margt sem gert er fyrir heimilin nótulaust mælist ekki sem hagvöxtur.  

 

Hagvöxtur heimilanna sem felast í hefðum hennar og siðum má ekki fórna á altari alþjóða auðhringa hagræðingar.   Breyttar áherslur í innrætingu [menntun]  til dæmis til að trúa  á mátt sinn og megin til allra hluta gætu skilað heimilunum þeim hagvexti sem aldrei var mældur. Fjárfestar geta komið með hráefni og verksmiðjur en farið með þær og hráefnin annað jafn hratt eða hraðar. Íslendingar sem Dvergríki utan innlimunnar  geta haldið áfram að vera tekjuhæsta þjóð í heimi við þurfum ekki niðurjöfnum.  Áherslur á almennar hátekjur eða jafnari skiptingu kökunnar[auðlindanna]  samfara áherslum um hámörkun almenns hagnaðar á öllum sviðum getum við leyst í lýðræðislegum kosningum í fullvalda ríkinu Ísland.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 54903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband