Hvað er maðurinn að fara?

Þó er rétt að árétta að skylda forsetans hefur í vaxandi mæli verið að veita íslenskum hagsmunum, vísindum og listum brautargengi í veröldinni, leggja lið á mörgum sviðum. Það var þáttur í kjöri mínu, umboðinu sem þjóðin veitti mér í sérhverjum kosningum

Nýársávarp forseta Íslands

Starfsskyldur embættis Forseta Íslends eru vel skilgreindar samkvæmt stjórnarskrá og er þessi ekki þar á meðal. Ég tel að skyldum hans hafi vísvitandi verið stillt í hóf til að forsetinn gerðist ekki of gírugur til launa.

Hinsvegar skiptir þessi játning mestu máli.

Á liðnum árum hafa margir gert mistök, stór og smá, og það er áríðandi að hver og einn leiti þeirra og viðurkenni, dragi af þeim lærdóma. Það hef ég reynt að gera, meta heiðarlega hvernig ég gekk of langt í málflutningi og liðsinni við starfsemi íslenskra banka og fjármálafyrirtækja erlendis, fundið hve áríðandi er að gaumgæfa betur gagnrýnisraddir og grasrótina, að efinn verður ætíð að vera með í för, einkum þegar hætt er við að kappið skyggi á forsjána; mikilvægt að muna þann gamla sannleik að hin raunverulegu verðmæti eru jafnan traustari en pappírsgróði.

Ég tel að Forseti Íslands hver sem er hafi ekki sjálfdæmi þegar hann gengur of langt. Það er líka gert ráð fyrir því að slíkt geti gerst í sömu starfsskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst þetta bara froðusnakk, bæði ávörpin.  Hjá forsetanum og forsætisráðherranum, og þeir báðust næstum afsökunar báðir tveir.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2009 kl. 03:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Froðusnakk, Jón Kolbrún? JÁ, en báðust þeir afsökunar? Hjá hvorugum tók ég eftir því. Geir sagði: "Hafi mér orðið á, hvað þetta varðar, þá þykir mér það leitt"!!! – Takið eftir, að hann viðurkennir EKKI, að honum hafi "orðið á", heldur setur það fram í skilyrðissetningu! Svo viðurkennir hann auðvitað EKKI sök sína á því að hafa samþykkt ábyrgð okkar vegna 640 milljarða kr. + líklega um 250 milljarða króna í vaxta- og lántökukostnað vegna Icesave – já, að hafa samþykkt þessar greiðslur frá okkur, almenningi (mínus kannski 300 milljarða kr. vegna sölu eigna Icesave-eigna), þrátt fyrir að fyrir því liggi engin lagaleg sannindi, að okkur bæri að greiða neitt umfram það, sem við áttum í tryggingjasjóði inneigna! (sjá um þetta Fréttablaðsgrein sem endurbirt er á altice.blog.is). Hann afsalaði okkur réttinum til að fá úr málinu skorið fyrir óvilhöllum dómstóli, af því að Evrópubandalagið (ESB) stóð algerlega gegn okkur af hörku og píndi Dani og Svía til þess sama! Svo vill þessi ógæfu-stjórnmálamaður gefast upp fyrir þeim ruslaralýð, sem hér á landi vill ganga í þetta bannsetta bandalag!

Ólafur Ragnar er mun skárri í þessu síðastnefnda EBé-máli skv. yfirlýsingum hans síðustu 50 daga eða svo. Hins vegar kvaðst hann hafa "reynt" að "meta heiðarlega hvernig ég gekk of langt í málflutningi og liðsinni við starfsemi íslenskra banka og fjármálafyrirtækja erlendis," en upplýsti aftur á móti hlustendur sína EKKERT um það, hvað hefði komið út úr þessu endurskoðaða "mati" hans á samsekt sinni með útrásarvíkingununum! Og framhaldið er svo þetta, sem þú vitnar í fyrst í pistli þínum, Júlíus, sem á í raun í ræðu hans að hafa þann effekt að afsaka gerðir hans!

Þeir þvo svo sannarlega hendur sínar þessir menn!

Með kærri áramótakveðju til þín, bloggvinur góður,

Jón Valur Jensson, 2.1.2009 kl. 03:40

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með Jón Val Geir Haarde viðurkenndi ekki neitt. Það var eins og honum fyndist harla ólíklegt að honum hafi orðið á nokkur mistök.

Þá hefði verið illskárra að vera ekki að ámálga þetta.

Sigurður Þórðarson, 2.1.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þvert á móti virðist hagfræðngnum hlutirnir hafa gengið vel fyrir sig sem bendir til að hann sjá fyrir endan á málunum. Vafalaust spáir hann í hagvöxt vergra þjóðartekna svo sem ESB-auðhringirnir horfa í hagvöxt vergrar landsframleiðslu. Íslendingar áttu gott fyrir 25 árum þegar fjölskyldan var hornstein samfélagsins og áherslurnar voru á jöfnum tækifærum allra einstaklinga til að græða. Ég vil meina að dvergefnahagsbandalagið Ísland hafi verið mannúðlegra og perónulegra fyrir ESS.  Fáir Íslendingar töldu sig það óvinsæla að þeir þyrftu á lífvörðum að halda.

Júlíus Björnsson, 3.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 54886

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband