Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Umfram aðra

Kjósa þegar umræða um þá kosti umfram aðra kosti sem standa til boða hefur farið fram. Kjósa þegar allir ókostir hafa verið metnir. Ekki bara þá sem tengjast óförum þjóðarinar núna: sýnishornið ESB samningurinn. Falið atvinnuleysi: stuttur vinnutími, stuttur starfsaldur. Skrifræðishyggja: Beauro-kratar forréttindastétt með keðjuhringastyrk. Ríkjandi siðir og hefðir fallandi með gömlu auðlyndasnauðu Evrópu. Nýjir íbúar með sín góðu gildi og viðmið komnir til Óbyrjunar til að viðhalda fólksfjöldanum. Ríkissjóðir ESB landanna óðum að tæmast vegna stigvaxandi kreppu á öllum sviðum í ESB.

Þrátt fyrir að við getum ekki brauðfætt alla Evrópu og verðum því að hafna innlimun, þá getum við áfram haldið vinsamlegum samskiptum við hana allavega menningalega, þá við höfum efni á því.   Við höldum áfram að ferðast til Evrópu og njóta þýskra bíómynda aða franskrar óperu. En ef við gefum upp efnahagslegt sjálfstæði: hvers grunnur er auðlindir, þá er sjálfbjargarviðleitni okkar úti um þúfur og við höfum ekkert meir að gefa ESB. Sjálfdæmi í eigi málum og samningar við aðrar þjóðir eru úti. Valið skert og frelsið minna.

 Upptaka Dals og róa á önnur mið tryggir okkur sterkasta gjalmiðilinn: ávísum á alla markaði að eigin vali. Mest Val minnst áhætta. Íslenska leiðin: við björgum okkur á eigin spýtur. Niður jöfnun, Neí. Frelsi allra til að velja kostar sitt en það verður að hafa það.  Dollar strax.  Umfram allt.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkri

Geir mun ekki bregðast hann er of greindur til að sýna ábyrgðarleysi. Hann veit líka að við eigum allt okkar undir auðlindum okkar. Vestur er áttin til hagsældar og frelsis. Dollarinn tryggir stærsta markaðinn, stærsta valið og minnstu áhættuna til framtíðar. Sögulega í efnahagstilliti höfum við besta reynslu af USA. Að baki Geir raðar sér einhuga hópur á tímum kreppu og erfiðleika, þegar nauðsyn er á samstöðu markaða og stétta. Innbyrðis baráttu og framapoti er vikið til hliðar. Fyrir gildum eins og festu og stöðugleika. Geir er ekki maður skrifræðishyggju [beauro-krati] hann er maður frelsis einskalinganna með hag fjöldans að leiðarljósi. Svo rétt sé með farið. Dollar strax!!!

Við veljum það besta til framtíðar. Gjaldmiðill á að þjóna okkur en við ekki honum. Veljum Dollar!!!


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Axla Ábyrgð

 „Bankarnir eru reknir á viðskiptalegum forsendum af bankastjórnum og þær verða að geta tekið sínar viðskiptalegu ákvarðanir án pólitískra íhlutana.“

Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjuleg viðbrögð.  Þetta er eitt dæmi af mörgum þar sem á að sniðganga fjöldan [neytendur] á markaði með hagsmuni "gamla" fjármálamarkaðarins að leiðarljósi.

Við 300.000- þurfum öflugt Tryggingarfyrirtæki á þjónustumarkaði sem tryggir okkur á neytendamarkaði og öðrum rekstrarmörkuðum lægri iðgjöld og betri þjónustu. Fákeppni: þeygjandi samkomulag 3 aðila um "réttláta" skiptingu á kökunni, er baggi á hina markaðina sem byggja á heilbrigðri samkeppni. Nú er tími til upprætingar og grisjunar. Þegar um fákeppni er að ræða á þjónustu markaði er það hlutverk samkeppnisráðs að tryggja að arbæriskröfur og þjónustukröfur séu þær sömu og þær bestu á mörkuðum þar sem heilbrigð samkeppni ríkir. Hver markaður hefur sínar eigin forsendur og viðmið. það sem gildir um einn markað gildir ekki um annan.  En hagur fjöldans á alltaf að vera í 1.sæti, það er hlutverk æðstu stjórnenda á öllum tímum að tryggja slíkt.

Bankastjórnirnar eiga alltaf að taka sínar ákvarðanir með tilliti til Ráðamanna fjöldans það er forðast pólítískar íhlutanir.  Ég sé ekkert viðskiptalegt við þau uppgjör sem eru í farvatninu.

Fagurt er talað, en lítið er aðhafst. Menn fara í stjórnmál til að hafa áhrif. Nú er tími til að bæta og stokka upp óheilbrigða samkeppni. Það á að vera á ábyrgð þeirra Ráðherra sem vinna í umboði okkar allra.


mbl.is Stórviðskipti borin undir bankaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tók tímann sinn

Reynslumiklir og faglegir ráðherrar í framkvæmdir verður að vera karfan í líkingu við þá sem atvinnulífið eða markaðurinn gerir og sem Kjaradómur miðar við. Lífið er ekki bara að ráða og eyða. Hæfnin felst í að afla og reka. Reynslan gerir mann fljótann til að taka ákvarðanir, þegar vinnuhópar  eru ekki viðeigandi.


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollar afstýrir gerræði.

Dollar strax. Ef dollar væri okkar gjaldmiðill. Tilheyrðum við stærsta og öflugasta markaðsvæði heimsins.  Það leiðir af sér mesta valið á mörkuðum sem þýðir minnsta áhættan.

Útlánsform væru þau sömu og hjá flestum öðrum þjóðum. Veðlán til langframa með innfalinni verðtryggingu og ávöxtunarkröfu í formi fastra vaxta.

Til fróðleiks: Íbúða veðlán til 30 ára fyrstu kaup: Citybank í Washburn Wisconsin Fastir vextir um 6%. Engin verðtrygging þar sem veðið er er tryggingin. Hærri lánshluttfall hefur tilheigingu til að lækka vexti:magnafsláttur.

Gengifellingar væru úr sögunni og sérstakur íslensku krónunnar mánaðarlegur verðbótabólguþáttur á íbúðalán heimilanna úr sögunni. 

Gjaldeyrishömlur aldrei meir, vandamál. Allar áhættur með jöklabréf úr sögunni eða aðra áhættu sem fylgir íslensku krónunni. Við myndum ekki fylgja hrörnandi Evru komandi ára: í ljósi þess að auðlindir hennar eru að þrotum komnar. Menning og listir eru undir efnahagnum komnar. Það kostar pening að leigja góða vídeóspólu eða fara á inn-tónleika.

Aldrei meiri þjóðarsáttir til að fella ekki gengið: það væri ekki hægt því  dollar eða dalurinn væri ekki okkar að fella og varla Evrunar.  Næst verður samið um sparnaðarmátt dalsins.


mbl.is Hömlum aflétt og nýjar settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakarinn

Meintur starfsmaður ef sannanlega hefur selt svikna vöru er sekur. Þá ber að stefna honun. Hann gæti þá borið vitni um að yfirmaður hans væri ábyrgur svo koll af kolli. Hengjum ekki bakara fyrir smið. En hvað ef starfsmaður játar glæp sinn? Lögfræðingar ættu að hafa nóg að gera í framtíðinni.


mbl.is Ítreka kröfur um bætur vegna peningabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smuga

Þar sem Forsetinn stakk upp á þessu sjálfur og til að verða við óskum hans. Gæti Forsetinn skilað sjálfur hluta þeirra til ríkisins. Það er ómögulegt að skilja einhvern útundan. Almenningur velur ekki kjararáð en greiðir kostnaðinn við það. Best væri að Leggja það niður. Og taka upp gamla háttinn. Gera þingið ábyrgt fyrir Laununum. Kjósendur sjá svo um að veita því aðhald.


mbl.is Lækka laun ráðamanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fákeppni

Fákeppni 3 [þriggja] aðila á sama markaði er oftar ekki þegjandi samkomulag um sanngjarna skiptingu á kökunni. Lögmálið einstaklinganna með hagsmuni fjöldans að leiðar ljósi skilar sér ekki.  í því tilviki þar sem "Fjöldinn" er um 300.000 og um Tryggingar eru að ræða þá væri betra að styrkja þær sem fyrir eru. Svo þær séu öflugari til að þjóna öðrum mörkuðum svo sem heimilum, framleiðslufyrtækjum á innlandsmarkað og utanlandsmarkað. Í þeim tilvikum þar sem Fjölkeppni grundvöldur heilbrigðar samkeppni er ekki til staðar. Verða Yfirstjórendur allra markaða með tillit til annarra markaða að veita Fákeppnis aðilum strangt aðhald svo þeir í einokunaraðstöðu sinni traðki ekki á öðrum mörkuðum. Svo sem að bera þá saman við aðila á sambærilegum mörkuðum erlendis. Ef arðsæmis kröfur fara yfir velsæmismörk og eða þjónustu er ábótavant þá má íhuga að taka þau út af markaði og bjóða starfsemi þeirra út, til hagsbót fyrir þá markaði sem starfa á heilbrigðum grunni þar sem  hagsmunir fjöldans [Neytenda sem hafa frelsi til að velja á sínum eigin forsemdum] eru hafðir að leiðarljósi.


mbl.is Selja á TM sem ríkiseign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing fyrir starfsmönnum

Leggja áhersluna fremur á að stytta vinnutíma og lækka laun tímabundið þeirra sem hafa góð laun er virðingar vert í ljósi aðstæðna, en því miður líta ekki allir svo á. En menn uppskera eins og þeir sá. Öll él styttir upp um síðir. Og þá koma góðir starfsmenn sér að notum þegar stefnan fer aftur upp á við. En hvað gerir Palli einn í heiminum? Hver vill ráða sig í vinnu til hans. Þó furðulegt megi virðast hefur kreppa þá tilhneigingu að þroska og efla minnið [þið sem hafið ekki kynnst henni persónulega].
mbl.is Uppsagnir og launalækkun hjá Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver græðir?

Ekki fæ ég skillið að Davíð Oddssyni sé nein akkur í því að forfallast? Vika til eða frá. Hvað liggur á? Gæti verið að sumum þætti það gott eða nauðsynlegt að fá frest til að undirbúa jarðveginn? Skýringar Davíðs Oddsonar gætu skipt máli. Þá yrðu kannski margir óvinsælir og í vondum málum. En um Davíð er það að segja. Nauðsyn brýtur stundum lög. Hann hefur komið hreyfingu á málin, meir en sumir. Flestar ábendingar hans eru, um þessar mundir, að sannast réttar. Spyrjum okkar frekar hvernig málin hefðu þróast ef hann hefði fylgt fordæmi þeirra er sitja sem fastast og þegja. Og láta okkur um að bíða í óvissu upp á von og óvon.

Seðlabankinn er ekki aðalvandamálið. Það er krafan um að leggja um 5% ofan á sambærilega útlánsvexti sem ríkja í löndum sem við viljum bera okkur við. Það eru í þessu landi of margir bankar með tillit til stærðar hringakeðjufyrirtækjanna. Smæð þeirra gerir það að verkum að þeir geta ekki rekið óarðbæra viðskiptavini. Það er þá sem skila ekki nógu reiðufé en borga skuldir sínar iðulega með lánafyrirgreiðslum: neyðarúræði hjá velreknum banka. 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Júlíus Björnsson

Höfundur

Júlíus Björnsson
Júlíus Björnsson

Áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Síðan í upphafi hruns stundað sjálfsnám í EU lögum og rannsóknum á Íslensku hagstjórnargrunni: Auðlinda og fámenns efnisviðar hæfra einstaklinga.

Viðurkendir grunnar byggja á vandamálinu: framfærsla fólksfjölda í stórborgum  í vaxandi auðlindaskorti. Á þeim byggja allir alþjóðlegir Háskólar.

Nýjustu myndir

  • Hlutföll
  • Hlutföll03
  • Hlutföll02
  • Hlutföll01
  • Mortgage II
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband